Ferill 742. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1264  —  742. mál.




Fyrirspurn



til forsætisráðherra um innleiðingu tilskipunar um endurnot opinberra upplýsinga.

Frá Helga Hrafni Gunnarssyni.


     1.      Hve langt er vinna við innleiðingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2013/37/ESB, um endurnot opinberra upplýsinga, komin í ráðuneytinu?
     2.      Hvenær er áætlað að frumvarp þess efnis verði lagt fram á Alþingi?
     3.      Hvernig er áætlað að rétti til hagnýtingar opinberra upplýsinga verði háttað hér á landi í kjölfar innleiðingarinnar?
     4.      Má búast við breytingu á gjaldtökuheimildum í upplýsingalögum í kjölfar innleiðingarinnar?
     5.      Hefur í vinnu við innleiðinguna verið haft samráð við vinnuhóp innanríkisráðherra sem tók til starfa í haust og á að skila tillögu að stefnu um opin gögn ríkis og ­sveitarfélaga o.fl.?


Skriflegt svar óskast.