Ferill 748. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1304  —  748. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um myndatökur af lögreglu.

Frá Jóni Þór Ólafssyni.


     1.      Er óheimilt að taka myndir og myndbönd af lögreglumönnum við störf? Ef svo er, hvenær og á grundvelli hvaða laga, reglna eða annarra réttarheimilda er lögreglumönnum heimilt að banna myndatökur af sér?
     2.      Fá lögreglumenn þjálfun í faglegum samskiptum við borgarana með það að leiðarljósi að halda samskiptunum þannig að ekki þurfi að beita valdi? Hvaða lögreglumenn fá slíka þjálfun, í hverju felst hún og hve löngum tíma er varið í hana?
     3.      Hver eru viðurlögin við því þegar lögreglumaður gefur fólki skipun sem ekki er í samræmi við meðalhóf eða réttmæta valdbeitingu miðað við kringumstæður?


Skriflegt svar óskast.