Ferill 752. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1314  —  752. mál.




Fyrirspurn



til mennta- og menningarmálaráðherra um aðgang að skjölum
skv. 29. gr. laga um opinber skjalasöfn.

Frá Vigdísi Hauksdóttur.


     1.      Hefur reynt á ákvæði 29. gr. laga um opinber skjalasöfn, nr. 77/2014, um synjun um aðgang að skjali sem er yngra en 110 ára
                  a.      vegna einkamálefna einstaklings eða
                  b.      á grundvelli almannahagsmuna?
     2.      Ef svo er, um hvaða gögn var að ræða?
     3.      Ef ekki, kemur þá til greina að stytta framangreint tímabil?


Skriflegt svar óskast.