Ferill 789. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1405  —  789. mál.




Fyrirspurn



til um­hverfis- og auðlindaráðherra um náttúruverndaráætlun 2014–2018.



Frá Merði Árnasyni.



    Hvenær hyggst ráðherra leggja fyrir Alþingi nýja náttúruverndaráætlun, sem í fyrra hefði átt að taka við af náttúruverndaráætlun 2009–2013 skv. 65. gr. gildandi náttúruverndarlaga um að ráðherra skuli leggja fram slíka áætlun „eigi sjaldnar en á fimm ára fresti“?


Skriflegt svar óskast.

Greinargerð.

    Tímabil náttúruverndaráætlunarinnar fyrir 2009–2013 er nú liðið en tillaga um nýja áætlun ekki komin fram á Alþingi þvert á ákvæði náttúruverndarlaga. Í skýrslu sem forsætisráðherra lagði fram á Alþingi 3. nóvember 2014 (þskj. 432 í 342. máli) var þess getið að um­hverfis- og auðlindaráðherra hygðist leggja fram þingsályktunartillögu um „framlengingu“ áætlunarinnar 2009–2013 til 1. janúar 2016. Ekki hefur sést til þeirrar tillögu enda óljóst um lagalega stöðu slíkrar „framlengingar“.