Ferill 790. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1406  —  790. mál.




Fyrirspurn



til um­hverfis- og auðlindaráðherra um friðlýsingu og friðun
samkvæmt náttúruverndaráætlun og rammaáætlun.

Frá Merði Árnasyni.


     1.      Hvaða svæði og vistgerðir í náttúruverndaráætlun 2009–2013 hafa verið friðlýst? Hvaða svæði og vistgerðir í áætluninni á eftir að friðlýsa?
     2.      Hvaða teg­undir plantna og dýra í náttúruverndaráætlun 2009–2013 hafa verið friðaðar? Hvaða teg­undir á eftir að friða?
     3.      Hvaða náttúrusvæði í verndarflokki samkvæmt þingsályktun um vernd og orkunýtingu landsvæða frá 2013 hafa verið friðlýst? Hvaða svæði í ályktuninni á eftir að friðlýsa?
     4.      Hafa önnur svæði verið friðuð eða teg­undir friðlýstar á núverandi kjörtímabili?


Skriflegt svar óskast.