Ferill 802. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1444  —  802. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um nauðungarsölur án uppboðsheimildar.

Frá Jóni Þór Ólafssyni.


     1.      Hverju sætir það að í umtalsverðum fjölda tilfella að undanförnu hafa sýslumenn framkvæmt nauðungarsölu á fasteignum að kröfu aðila sem hvorki hafa átt aðild að þinglýstum samningum um veðrétt í viðkomandi fasteignum né öðrum heimildum sem byggja mætti slíka kröfu á skv. 1. mgr. 6. gr laga nr. 90/1991, um nauðungarsölu?
     2.      Hvaða leiðir eru færar þeim sem hafa þurft að sæta slíkri nauðungarsölu á heimili sínu til að leita réttar síns eða fá hlut sinn réttan?
     3.      Telur ráðherra koma til greina að lögfesta heimildir til endurupptöku nauðungarsölu sem hefur farið fram með slíkum hætti?
     4.      Telur ráðherra að nægilegt eftirlit sé með framkvæmd á nauðungarsölum og ef ekki, hverju telur hann þá ábótavant og hvernig hyggst hann bregðast við því?


Skriflegt svar óskast.