Ferill 804. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1446  —  804. mál.




Fyrirspurn



til um­hverfis- og auðlindaráðherra um aðgerðaáætlun um loftslagsmál.

Frá Svandísi Svavarsdóttur.


     1.      Hvað veldur því að á síðasta ári kom ekki út skýrsla um aðgerðir í loftslagsmálum frá samstarfshópi um loftslagsmál eins og verið hafði árin þar á undan?
     2.      Hefur samstarfshópinn skort fjármagn eða umboð til að sinna störfum sínum frá því að núverandi ríkisstjórn tók við?
     3.      Er ástæða þess að umrædd skýrsla hefur ekki komið út tengd skorti á eftirfylgni ríkisstjórnarinnar við tíu lykilaðgerðir aðgerðaáætlunarinnar og ýmsum öfugvirkandi aðgerðum hennar, svo sem lækkun kolefnisgjalds og breytingu á tekjuákvæði loftslagssjóðs?


Skriflegt svar óskast.