Ferill 810. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1542  —  810. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvenær er von á skýrslu sem leggur mat á hagsmuni Íslands af EES-samningnum sem boðað var að ráðherra mundi kynna haustið 2014?
     2.      Hvaða aðilar hafa verið fengnir til að vinna skýrsluna?
     3.      Hvernig standa markmið ríkisstjórnarinnar um að innleiðingarhalli EES-gerða sé undir 1% á fyrri hluta árs 2015 og að á sama tíma sé ekkert dómsmál fyrir EFTA-dómstólnum vegna skorts á innleiðingu EES-gerða?


Skriflegt svar óskast.