Ferill 812. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1564  —  812. mál.




Fyrirspurn



til félags- og húsnæðismálaráðherra um endurgreiðslukröfur Fæðingarorlofssjóðs.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hversu margar kröfur hafa verið gerðar um endurgreiðslu fæðingarorlofs frá árinu 2005?
     2.      Hversu margar endurgreiðslukröfur hafa verið gerðar á hendur foreldrum, sundurliðað eftir stöðu þeirra á vinnumarkaði, þar á meðal hvort þeir séu í fullu starfi, hlutastarfi eða sjálfstætt starfandi?
     3.      Hversu margar endurgreiðslukröfur hafa verið gerðar á hendur foreldrum, sundurliðað eftir því hvort þeir hófu og luku töku fæðingarorlofs um mánaðamót eða á öðrum tíma mánaðar?
     4.      Hversu margar endurgreiðslukröfur hafa verið látnar niður falla eftir að gögn og skýringar hafa borist frá foreldrum, hversu mörgum endurgreiðslukröfum hafa foreldrar orðið við og hversu mörgum hefur verið skotið til úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála?
     5.      Hversu margir úrskurðir úrskurðarnefndarinnar hafa staðfest ákvörðun Fæðingarorlofssjóðs um endurgreiðslukröfu?
    Í svarinu er óskað sundurliðunar eftir kyni, ári og upphæðum.


Skriflegt svar óskast.