Ferill 808. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1649  —  808. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Jóni Þór Ólafssyni um staðsetningu Landspítala.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
1.      Er ráðherra tilbúinn til að láta óháðan fagaðila yfirfara útreikninga Samtaka um betri spítala á betri stað og forsendur þeirra og leggja niðurstöður þeirrar athugunar fyrir Alþingi í haust samhliða framlagningu frumvarps til fjárlaga?
2.      Ef útreikningar benda til þess að lækka megi stofnkostnað um marga milljarða króna og einnig árlegan kostnað notenda og skattgreiðenda er ráðherra tilbúinn til að láta óháða fagaðila undirbúa nýtt staðarval fyrir spítalann og leggja niðurstöðurnar fyrir Alþingi til ákvörðunar?


    Nýr Landspítali ohf. samdi við KPMG í ágúst um að yfirfara fyrirliggjandi gögn um hag­kvæmni þess að byggja nýjar sjúkrahúsbyggingar við Hringbraut. Hlutverk KPMG var að athuga gögn um hagkvæmni, kostnað, skipulagsmál og staðarval nýs Landspítala og skrifa samantekt um helstu niðurstöður.
    Niðurstaða vinnunnar liggur fyrir og gefur ekki tilefni til að breyta fyrirliggjandi tillögum um staðsetningu nýrra bygginga við Hringbraut.
    Skýrslu KPMG má finna á vefnum:
     www.landspitali.is/library/Sameiginlegar-skrar/Gagnasafn/Um-Landspitala/Nyr-spitali/Skyrslur/landspitali_ryni_kpmg_310815.pdf