Ferill 126. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 126  —  126. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um aðgerðir til verndunar búsetu og menningarlandslags samkvæmt þingsályktun nr. 35/128.

Frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur.


     1.      Hvernig voru nýttar tillögur nefndar sem Byggðastofnun kallaði saman samkvæmt þingsályktun um aðgerðir til verndunar búsetu og menningarlandslags í Árneshreppi, nr. 35/128?
     2.      Er áformað að grípa til aðgerða til verndunar búsetu og menningarlandslags í Árneshreppi eða annars staðar á grundvelli hugmynda um verndun menningarminja, menningararfs og menningarumhverfis landslags á borð við þær sem lágu að baki þingsályktun nr. 35/128?


Skriflegt svar óskast.