Ferill 142. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 142  —  142. mál.




Fyrirspurn



til félags- og húsnæðismálaráðherra um samstarfsverkefni um innleiðingu
notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar við fatlað fólk.

Frá Freyju Haraldsdóttur.


     1.      Hver hefur verið kostnaður ríkis og sveitarfélaga af samningum um notendastýrða persónulega aðstoð við fatlað fólk frá upphafi samstarfsverkefnis um innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar við fatlað fólk, þ.e.:
                  a.      sameiginlegur heildarkostnaður,
                  b.      kostnaður að meðaltali,
                  c.      kostnaður á klukkustund?
     2.      Hyggst ráðherra gangast fyrir því að ríki og sveitarfélög mæti auknum kostnaði við samningana vegna kjarasamningsbundinna launahækkana aðstoðarfólks þannig að réttur aðstoðarfólks sé tryggður án þess að komi til þjónustuskerðingar eða aukins kostnaðar fyrir notendur? Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að svo verði óháð því í hvaða sveitarfélagi notendur búa?
     3.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að notendur notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar geti flust á milli sveitarfélaga án þess að komi til þjónustuskerðingar eða aukins kostnaðar fyrir þá á meðan á samstarfsverkefninu stendur?
     4.      Hvernig stendur vinna við faglegt og fjárhagslegt mat á samstarfsverkefninu sem mælt er fyrir um í lokamálsgrein ákvæðis til bráðabirgða IV í lögum um málefni fatlaðs fólks, nr. 59/1992? Hver eru efnistök matsins? Verður tryggt að við matið verði tekið mið af skoðunum notenda til jafns við skoðanir annarra hagsmunaaðila?
     5.      Hvað er áætlað að samningum um notendastýrða persónulega aðstoð við fatlað fólk fjölgi mikið til ársloka 2016? Hvernig stendur til að fjármagna þá fjölgun?


Skriflegt svar óskast.