Ferill 164. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 165  —  164. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um umhverfissjónarmið við opinber innkaup.

Frá Svandísi Svavarsdóttur.


1.      Hver er staða stefnumörkunar um vistvæn innkaup sem undirrituð var í apríl 2013, en í texta með fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2016 er sérstaklega fjallað um opinber innkaup án þess að vikið sé að umhverfissjónarmiðum eða vistvænum innkaupum?
2.      Hvernig telur ráðherra að tekist hafi að framfylgja markmiðum um vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur samkvæmt stefnumörkuninni?
3.      Hvernig er háttað samstarfi fjármála- og efnahagsráðuneytisins og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins varðandi opinber innkaup?
4.      Hvernig vinna Ríkiskaup að vistvænum innkaupum?
5.      Hver er staða græns bókhalds í opinberum rekstri nú um stundir?


Skriflegt svar óskast.