Ferill 193. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 198  —  193. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um greiðslur þrotabúa
í tengslum við losun fjármagnshafta.

Frá Katrínu Jakobsdóttur.


     1.      Hversu háar fjárhæðir munu þrotabú Glitnis, Kaupþings og Landsbankans greiða til íslenska ríkisins, svokölluð „stöðugleikaframlög“, á grundvelli samninga sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að gera við þau í tengslum við losun fjármagnshafta?
     2.      Hversu háar fjárhæðir má áætla að þrotabúin greiði á grundvelli laga um stöðugleikaskatt standi þau ekki við samningana?


Skriflegt svar óskast.