Ferill 277. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 306  —  277. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um ófrjósemisaðgerðir.

Frá Páli Val Björnssyni.


     1.      Hversu margar ófrjósemisaðgerðir voru gerðar á árunum 1975–2014 og hvernig skiptust þær milli kynja?
     2.      Hversu margar ófrjósemisaðgerðir voru gerðar á fötluðu fólki á árunum 1975–2014 og hvernig skiptust þær milli kynja?
     3.      Hversu margar ófrjósemisaðgerðir hafa verið gerðar á fólki með:
                  a.      þroskahömlun,
                  b.      geðröskun,
                  c.      sjónskerðingu,
                  d.      heyrnarskerðingu,
                  e.      hreyfihömlun,
                  f.      fleiri en eitt af framangreindu?
     4.      Hversu margar ófrjósemisaðgerðir hafa verið gerðar á fólki yngra en 25 ára?
     5.      Hafa ófrjósemisaðgerðir verið gerðar á fötluðum börnum og þá á hvaða aldri?


Skriflegt svar óskast.