Ferill 297. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 326  —  297. mál.




Fyrirspurn



til mennta- og menningarmálaráðherra um kennaramenntun og námsárangur.

Frá Vigdísi Hauksdóttur.


     1.      Hvernig kom kennaramenntun hér á landi út í samanburði við kennaramenntun í öðrum OECD-ríkjum í skoðun sem erlendir aðilar voru fengnir til að gera fyrir Háskóla Íslands?
     2.      Uppfylla kennarar sem útskrifast frá menntavísindasviði Háskóla Íslands kröfur sem gerðar eru til útskrifaðra kennara í öðrum ríkjum OECD?
     3.      Hvað telur ráðherra helst skýra slakan námsárangur barna hér á landi? Telur ráðherra t.d. að
                  a.      slakan námsárangur megi rekja til einhæfs kennaranáms,
                  b.      slakan stærðfræðiárangur megi rekja til þess að stærðfræðikennsla hafi verið lestrarmiðuð?


Skriflegt svar óskast.