Ferill 299. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Prentað upp.

Þingskjal 331  —  299. mál.
Leiðréttur texti.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um innsigli við framkvæmd kosninga.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hvernig innsigli eru notuð við framkvæmd kosninga?
     2.      Hvaða skilyrði þurfa embættisinnsigli að uppfylla til að unnt sé að nota þau við framkvæmd kosninga?
     3.      Hvaða skilyrði þurfa innsigli umboðsmanna stjórnmálaflokka að uppfylla til að unnt sé að nota þau á atkvæðakassa?
     4.      Telur ráðherra að þau embættisinnsigli sem notuð eru séu nægjanleg til að uppfylla skilyrði um kosningaleynd og ef svo er ekki, er fyrirhuguð endurskoðun á þeim?
     5.      Hvaða reglur gilda um embættisinnsigli annars staðar á Norðurlöndum?


Skriflegt svar óskast.