Ferill 204. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 348  —  204. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur
um ferðamenn sem leita heilbrigðisþjónustu á Íslandi.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hve margir erlendir ferðamenn hafa leitað eftir heilbrigðisþjónustu á Íslandi á tímabilinu 2005–2014? Óskað er eftir sundurliðuðum upplýsingum eftir ári og heilbrigðisumdæmi.

    Svör við fyrirspurninni birtast í eftirfarandi töflu. Á höfuðborgarsvæðinu er fjöldi erlendra ferðamanna sundurliðaður eftir hvort um komu á heilsugæslu er að ræða eða á Landspítalann. Á Norðurlandi eru tölur frá sjúkrahúsinu og heilsugæslunni á Akureyri saman og tölur frá öðrum stöðum í heilbrigðisumdæmi Norðurlands saman. Í öðrum heilbrigðisumdæmum er ekki greint á milli stofnana.
    Ekki var unnt að greina milli ferðamanna og annarra erlendra borgara, t.d. þeirra sem voru með tímabundið atvinnuleyfi. Á Suðurlandi koma ekki fram tölur fyrir árið 2005 hjá neinni heilsugæslustöð nema á Selfossi og þær vantar hjá fjórum stöðvum fyrir 2006. Tölur fengust ekki frá Hveragerði fyrir 2007 og Vestfjörðum árin 2005 og 2006 og heilsugæslunni á Norðurlandi árin 2005–2009.

2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014
Heilbrigðisumdæmi
Höfuðborgarsvæði
    – Heilsugæsla 197 330 338 339 324 423 564 661 761 875
    – Landspítali 1.613 1.535 1.228 1.200 1.251 1.187 1.251 1.470 1.248 2.124
Suðurnes 73 103 110 100 102 124 122 97 134 161
Suðurland 260 267 192 639 798 665 822 1258 1432 1753
Austurland 1.066 937 1.065 1.143 1.045 1.198 1.741 2.004 2.148 2.126
Norðurland
    – SAk 223 282 310 321 262 269 307 384 371 421
    – Heilsugæsla - - - - - 188 221 286 422 446
Vestfirðir - 4 32 55 102 77 60 111 170 169
Vesturland 241 242 266 248 252 233 247 278 318 363
Samtals 3.673 3.700 3.541 4.045 4.136 4.364 5.335 6.549 7.004 8.438