Ferill 310. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 358  —  310. mál.




Fyrirspurn



til mennta- og menningarmálaráðherra um fyrirframgreiðslur námslána.

Frá Ástu Guðrúnu Helgadóttur.


     1.      Telur ráðherra fyrirframgreiðslum námslána best fyrir komið hjá einkabönkum?
     2.      Telur ráðherra eðlilegt að nemendur greiði yfirdráttarvexti vegna fyrirframgreiðslu námslána sinna?
     3.      Telur ráðherra eðlilegt að fyrirframgreiðslum námslána sé breytt í skuldabréf hjá bönkum ef nemandi getur ekki, af lögmætum ástæðum, haldið þeirri námsframvindu sem krafist er hverju sinni?
     4.      Telur ráðherra ástæðu til að gera einhverjar breytingar á þessu fyrirkomulagi? Ef svo er, eru slíkar breytingar fyrirhugaðar og í hverju felast þær?