Ferill 315. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 363  —  315. mál.




Fyrirspurn



til félags- og húsnæðismálaráðherra um innheimtuaðgerðir Íbúðalánasjóðs.

Frá Birgittu Jónsdóttur.


     1.      Hvernig er ferill innheimtuaðgerða hjá Íbúðalánasjóði þegar vanskil verða?
     2.      Hvernig fer fram samtal við skuldara um vanskil?
     3.      Hvernig er aðgengi skuldara að starfsfólki sjóðsins og hvert geta þeir beint kvörtunum vegna vinnubragða almennra starfsmanna hans?
     4.      Telur ráðherra reglur sjóðsins um innheimtu og réttindi skuldara þar að lútandi vera gagnsæjar?
     5.      Hefur verið gerð sérstök úttekt á innheimtuaðgerðum sjóðsins? Ef svo er, hvenær var slík úttekt síðast framkvæmd?
     6.      Hversu margir útburðir hafa verið boðaðir frá og með árinu 2009 og til þess sem af er árinu 2015? Svar óskast sundurliðað eftir árum og afdrifum útburðarbeiðna.


Skriflegt svar óskast.