Ferill 235. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 444  —  235. mál.




Svar


félags- og húsnæðismálaráðherra við fyrirspurn frá Herði Ríkharðssyni
um greiðslur almannatrygginga til örorkulífeyrisþega.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hversu margir örorkulífeyrisþegar, sem voru búsettir á Íslandi á árunum 2013 og 2014 en fengu skertar greiðslur frá almannatryggingum vegna búsetu erlendis, féllu í eftirtalda tekjuflokka á árunum 2013 og 2014 (skattskyldar tekjur í maí og nóvember) sem miðast við allar skattskyldar tekjur, að meðtöldum skattskyldum bótum almannatrygginga:
              0–79.999 kr.,
              80.000–99.999 kr.,
              100.000–129.999 kr.,
              130.000–149.999 kr.,
              150.000–169.999 kr.,
              170.000–189.999 kr.,
              190.000–209.999 kr.,
              210.000–229.999 kr.,
              230.000 kr. eða hærri?


    Í eftirfarandi töflu koma fram upplýsingar um hve margir örorkulífeyrisþegar féllu í tekjuflokka sem spurt er um. Miðað er við skattskyldar tekjur að meðtöldum bótum almannatrygginga í maí og nóvember 2013 og 2014.

Mán.–ár 0–
79.999 kr.
80.000– 99.999 kr. 100.000– 129.999 kr. 130.000– 149.999 kr. 150.000– 169.999 kr. 170.000– 189.999 kr. 190.000 – 209.999 kr. 210.000 – 229.999 kr. 230.000 kr. eða hærri
1.5.2013 13 6 26 39 89 115 82 71 201
1.11.2013 11 13 31 49 86 120 98 66 206
1.5.2014 14 11 29 42 73 148 67 83 242
1.11.2014 12 11 20 52 88 146 77 94 234

    Í maí 2013 var hlutfall þeirra sem voru búsettir á Íslandi og fengu skertar greiðslur frá almannatryggingum vegna búsetu erlendis 4,2% og í nóvember sama ár 4,3%. Árið 2014 var hlutfallið 4,5% í mái og 4,6% í nóvember.