Ferill 282. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 497  —  282. mál.




Svar


mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn frá Katrínu Jakobsdóttur
um útgjöld vegna sérfræði-, ráðgjafar- og kynningarstarfa.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hversu miklu fé hefur verið varið til kaupa á sérfræði-, ráðgjafar- og kynningarstörfum fyrir ráðuneytið frá upphafi árs 2014? Hverjir hafa fengið greiðslur af þessum ástæðum og fyrir hvaða verkefni?

    Á tímabilinu 1. janúar 2014 til 31. október 2015 hefur ráðuneytið greitt samtals 124.954.610 kr. fyrir sérfræði-, ráðgjafar- og kynningarstörf sem skiptast þannig: Sérfræðistörf 99.857.265 kr., ráðgjafarstörf 3.348.887 kr. og kynningarstörf 21.748.458 kr.
    Í eftirfarandi sundurliðun koma fram nöfn verktaka og hver verkefnin eru.

Upphæð Lýsing Verktaki
02-101 Mennta- og menningarmálaráðuneytið 1.1.2014 – 3.11.2015
450.000 Vegna fagráðs í eineltismálum grunnskóla Arnheiður G. Guðmundsdóttir
5.882.000 Úttektir, Krikaskóli og KVÍ og kannanir Attentus–Mannauður og ráð ehf.
96.000 Vegna vinnustaðamenningar Auðnast ehf.
19.700 Vegna skjalavistunaráætlunar AZAZO hf.
800.000 Vegna skilgreiningar á eftirlitshlutverki menntamálaráðuneytisins Björgvin Guðni Sigurðsson
316.501 Vegna nefndarstarfa Bryan MaGuire
650.000 Vegna úttektar á „Heimabyggðin mín“ Bryndís Elfa Valdemarsdóttir
1.175.000 Úttekt á Kvikmyndaskóla Íslands Capacent ehf.
267.891 Vegna rýnihóps um streymiþjónustur og Þjóðarpúls Capacent ehf.
462.970 Vegna loftgæðamælingar Efla hf.
1.730.113 Vegna vsk-reglna, ESA, reglur LÍN, Kvikmyndasjóður Evrópulög ehf.
111.338 Vegna húsnæðismála menntamálaráðuneytisins Framkvæmdasýsla ríkisins
1.996.016 Vegna úttekta FNV, Flensborg Gát sf.
35.000 Fyrirlestur um samskipti Íslands og Kína Hafliði Sævarsson
3.187.600 Vegna úttektar á NVV og hagrænum áhrifum íþrótta á Íslandi Háskóli Íslands
378.000 Vegna breytinga á kaffistofu 3. hæð Heiða Elín Jóhannsdóttir
400.000 Vegna úttektar á listdansskólum Hlíf Svavarsdóttir
2.534.145 Verkefnisstjórn vegna starfshóps um háskólana LBHÍ, Háskólann á Hólum og Háskólann á Bifröst Innform ehf.
1.877.757 Endurskoðun Erasmus + 2014 Íslenskir endurskoðendur Bí slf.
1.533.865 Úttekt á lokaskýrslu Landsskrifstofu vegna menntaáætlunar Evrópusambandsins Íslenskir endurskoðendur Bí slf.
142.500 Vegna ráðgjafar og kynningarmála, Hvítbók KOM ehf., kynning og markaður
2.160.000 Vegna nefndar um fjármál og rekstur RÚV KPMG ehf.
193.900 Lögfræðiráðgjöf vegna frumvarpa Landslög slf.
83.100 Lögfræðiráðgjöf vegna frumvarpa Landslög slf.
400.000 Vegna fagráðs í eineltismálum grunnskóla Líf og sál ehf.
422.025 Vegna nefndarstarfa Norman Leonard Sharp
48.500 Kennsla á fjarfundabúnað Nýherji hf.
787.500 Vegna fagráðs í eineltismálum grunnskóla Páll Ólafsson
370.000 Ársrit mennta- og menningarmálaráðuneytisins 2013 Pomp og prakt
854.516 Vegna kostnaðar vegna nefndar að vottun (self-certification) á innleiðingu viðmiða um æðri menntun og prófgráður Rannsóknamiðstöð Íslands
186.000 Vegna verkefniságrips fyrir starfsmenntastefnu Strategía ehf.
321.290 Ársrit mennta- og menningarmálaráðuneytisins 2014 Sævar Guðbjörnsson
80.074 Vegna útreikn. á E2-skuldbindingu iðnskólakennara Talnakönnun hf.
379.500 Vegna sameiningar Námsmatsstofnunar og Námsgagnastofnunar Trappa ehf.
27.392 Vegna ACCESS-gagnagrunns Tölvu- og verkfræðiþjón ehf.
708.468 Úttekt á starfsemi fjögurra listdansskóla Unnar Hermannsson
1.100.000 Vinna við gerð bæklings fyrir innra mat skóla Veflind ehf.
400.000 Vegna fundar um starfsmannamál og málefni Íslenska dansflokksins Þekkingarmiðlun ehf.
160.000 Vegna námskeiða um vinnustaðinn eftir uppsagnir og persónur og leikendur á vinnustað Þekkingarmiðlun ehf.
1.438.362 Verkefnastjórnun við Kirkjur Íslands Þorsteinn Gunnarsson
34.167.023
02-299 Háskóla- og rannsóknastarfsemi 1.1.2014 – 3.11.2015
521.810 Vegna skýrslu um greiningarmál vegna upplýsingakerfis um rannsóknir Arnold Verbeek
1.000.000 Vegna kostnaðar vegna nefndar að vottun (self-certification) á innleiðingu viðmiða um æðri menntun og prófgráður Rannsóknamiðstöð Íslands
213.725 Vegna upplýsingakerfis um rannsóknir Ríkiskaup
1.735.535
02-319 Framhaldsskólar, almennt 1.1.2014 – 3.11.2015
185.256 Kröfur fyrir upplýsingakerfi námskrár Admon ehf.
31.791 Skoðun á birgðastýringu Námsgagnastofnunar AGR – Reynd ehf.
480.000 Vegna Hvítbókar Andrés Magnússon
215.000 Vegna Hvítbókar Arna Schram
3.800.000 Vegna OECD Country Background Report Björgvin Guðni Sigurðsson
20.400 Vegna bæklings um Hvítbók Brúarsmiðjan ehf.
2.975.000 Vegna úttektar á Kvikmyndaskóla Íslands Capacent ehf.
1.800.000 Vegna stefnumótunar í náms- og starfsráðgjöf Capacent ehf.
1.000.000 Vegna Upplýsingasamfélagsins 2013–16 Capacent ehf.
100.000 Vegna uppsetningar vefsins starfsthrounkennara.is Edda Kjartansdóttir
1.500.000 Vegna námsbrauta til stúdentsprófs Ester Ýr Jónsdóttir
2.668.549 Húsnæðismál Námsmats- og Námsgagnastofnunar Framkvæmdasýsla ríkisins
1.500.000 Vegna þriggja námsbrauta til stúdentsprófs Gréta Mjöll Bjarnadóttir
50.000 Vegna fagráðs um símenntun og starfsþróun kennara Halldór Árni Sveinsson
4.149.000 Vegna OECD Country Background Report Hrönn Pétursdóttir
90.000 Stýring vinnufundar um stefnu í menntamálum Hrönn Pétursdóttir
60.000 Innleiðing hæfniþrepa IÐAN Fræðslusetur ehf.
569.000 Námsgagnastofnun og Námsmatsstofnun vegna vörugeymslu að Víkurhvarfi Ísarc-ráðgjöf ehf.
3.456.165 Vinna vegna Hvítbókar J&L ehf.
1.026.375 Vinna vegna Hvítbókar KOM ehf., kynning og markaður
3.750.000 Vegna nýrrar stjórnsýslu- og þjónustustofnunar ráðuneytisins LC ráðgjöf ehf.
240.000 Mannfjöldaspá – framhaldsskólar Magnús Júlíusson
971.830 Sérfræðivinna vegna EQF Námsmatsstofnun
278.000 Kynningarefni og útgáfa, þýðing á greinanámskrám Plánetan auglýsingastofa ehf.
1.879.877 Vegna framkvæmdar verkefnis um evrópskan hæfniramma EQF Rannsóknamiðstöð Íslands
221.219 Leiðtogar í heimabyggð Reykjavíkurborg
1.119.600 Kortlagning á stoðkerfi skóla og sjóðaumhverfi er varðar kennara RHA – Rannsóknamiðstöð HA
1.200.000 Vegna aðgangsviðmiða háskóla Sigríður Hulda Jónsdóttir
255.150 Rýni á Hvítbók um umbætur í menntamálum Sjá – viðmótsprófanir ehf.
10.791.000 Verkefnastýring, starfsmenntun Strategía ehf.
1.800.000 Vegna brottfallsrannsókna í framhaldsskólum Stúdía ehf.
48.183.212
02-720 Grunnskólar, almennt 1.1.2014 – 3.11.2015
925.000 Verkefnisstjórnun, Framtíðarstarfið Arnar Ásgeirsson
200.000 Vegna kannana Attentus – Mannauður og ráð ehf.
7.415.725 Vegna verkefnis um læsi Árnasynir slf.
1.500.800 Framtíðarstarfið Brandenburg ehf.
518.400 Lögfræðilegar álitsgerðir og lögfræðiráðgjöf G&T ehf.
300.000 Vinna við viðmið um gerð starfsreglna fyrir sveitarfélög sem reka sérskóla og sérúrræði við grunnskóla Guðbjörg Jónsdóttir
300.000 Vegna viðmiða um skólareglur, samkvæmt reglugerð Guðbjörg Jónsdóttir
30.000 Vegna Framtíðarstarfsins á Stóra leikskóladeginum Hanna Rós Jónasdóttir
3.500.000 Vegna greiningar á áhrifum og framkvæmd skóla án aðgreiningar í grunnskólum Háskóli Íslands
1.638.500 Vegna mats á menntastefnu (vegna greiningar á skóla án aðgreiningar) Hrönn Pétursdóttir
688.000 Vegna starfshóps um tal- og málraskanir Hrönn Pétursdóttir
200.000 Vegna könnunar á starfsemi frístundaheimila haustið 2014 Kolbrún Þorbjörg Pálsdóttir
30.000 Efling leikskólastigsins, dreifing plakata Kristín Tómasdóttir
970.000 Vegna kynningarátaks um eflingu leikskólastigsins Landmark kvikmyndgerð ehf.
11.600.000 Vegna verkefnis um læsi LC ráðgjöf ehf.
730.680 Vegna ráðstefnu um lestrarnám og læsi Maryanne Wolf
43.925 Vegna eflingar leikskólans/framtíðarstarfið Rafael Pereira Campos De Pinho
30.000 Vegna Framtíðarstarfsins á Stóra leikskóladeginum Ragnhildur Gunnlaugsdóttir
261.600 Vegna forsíðu og undirvalmyndar Stefna ehf.
31.699 Vegna sýningaraðstöðu á ráðstefnu Sýningakerfi ehf.
23.092 Vegna undanþágukerfis og Access Tölvu- og verkfræðiþjón ehf.
5.000.302 Vegna verkefnis um læsi Umboðsskrifstofa Prime ehf.
15.000 Vegna kynningarátaks til eflingar leikskólastigsins Þór Sigurþórsson
925.000 Verkefnisstjórnun Framtíðarstarfsins Þóra Tómasdóttir
36.877.723
02-988 Æskulýðsmál1.1.2014 – 3.11.2015
86.400 Vegna stefnumótunarbæklings Auglýsingastofan Kaktus ehf.
32.400 Vegna stefnumótunabæklings Æskulýðsráðs, enska Auglýsingastofan Kaktus ehf.
90.202 Vegna skýrslu, Ungt fólk 2015, 5.–7. bekkur Baddydesign sf.
80.000 Vegna skýrslu, Framhaldsskólanemar Baddydesign sf.
130.000 Vegna nýs merkis fyrir Íslenskar æskulýðsrannsóknir Grétar Mar Sigurðsson
35.600 Vegna merkis fyrir Æskulýðsrannsóknir Haukur Haraldsson
454.602
02-999 Ýmislegt 1.1.2014 – 3.11.2015
270.000 Vegna minni heimsins Anna Rut Guðmundsdóttir
250.000 Gerð fræðsluefnis fyrir móðurmálsdaginn 21.2.2014 Ármann Hákon Gunnarsson
850.000 Athugun vegna meints eineltis Hörður Þorgilsson
750.000 Íslenski dansflokkurinn LEX ehf.
25.700 Vegna frágangs á skjölum Menningarsjóðs útvarpsstöðva í Þjóðskjalasafni Íslands Lögheimtan ehf.
167.535 Vegna undirbúnings að sameiningu safna Mið ehf.
54.000 Vegna hönnunar fyrir Alþjóðlegt ár ljóssins Nielsen slf.
89.280 Myndatökur vegna Smáþjóðaleika Pixis ehf.
50.000 Vegna móðurmálsvikunnar Róbert Guillemette
850.000 Athugun vegna meints eineltis Sálfræðiþjónusta Jóhanns Inga Gunnarssonar slf.
180.000 Vegna málþings um minni heimsins Soffía Guðný Guðmundsdóttir
3.536.515