Ferill 269. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 554  —  269. mál.




Svar


innanríkisráðherra við fyrirspurn frá Björgvini G. Sigurðssyni um fíkniefnabrot.


     1.      Hve margir hafa afplánað fangelsisrefsingar fyrir fíkniefnabrot á Íslandi árin 1980– 2015 og hvert hefur hlutfall þeirra verið af öllum sem hafa afplánað dóma á tímabilinu? Svarið óskast sundurliðað eftir árum.
    Svar við þessum lið fyrirspurnarinnar má sjá í eftirfarandi töflu og línuriti. Upplýsingar sem þar koma fram eru ástæður fangavistar á ári hverju. Þær eru fengnar með því að telja saman annars vegar þá sem ljúka afplánun á hverju ári og hins vegar fjölda þeirra sem sitja inni í lok árs. Með þessari aðferð má sjá hve margir eru í afplánun innan hvers árs (og hlutfallið) fyrir brot gegn 173. gr. a almennra hegningarlaga og laga um ávana- og fíkniefni. Maður sem hefur verið dæmdur í mörg ár er því í afplánun um nokkur áramót þannig að þetta eru ekki upplýsingar um fjölda einstaklinga heldur tilefni brots innan hvers árs.

Ár Fjöldi Hlutfall Ár Fjöldi Hlutfall
1980 23 11,3 2000 55 25,1
1981 21 11,4 2001 75 29,5
1982 26 12,2 2002 79 31,5
1983 40 16,2 2003 91 28
1984 22 10,7 2004 75 23,7
1985 16 6,4 2005 96 31,5
1986 33 10,9 2006 111 34
1987 30 10,4 2007 92 31,9
1988 32 10,8 2008 89 28,3
1989 25 7,5 2009 100 30,5
1990 23 6,7 2010 113 34,7
1991 22 6,4 2011 110 30,1
1992 28 8,3 2012 108 27,8
1993 24 7,9 2013 114 30,6
1994 34 10,7 2014 106 30,1
1995 51 13,8
1996 54 13
1997 57 18,3
1998 54 20,1
1999 55 23,5







Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



     2.      Hve margir hafa verið sakfelldir árlega fyrir brot á lögum um ávana- og fíkniefni árin 1980–2015?
    Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissaksóknara er einungis hægt að taka út tölur fyrir árin 2000 til nóvember 2015, en ekki tölur fyrir árin 1980 til 1999 og er því ekki hægt að svara þeim hluta fyrirspurnarinnar. Tölur fyrir árin 2000–2015 má sjá í eftirfarandi töflu:

Ár Fjöldi
2000 155
2001 214
2002 201
2003 296
2004 393
2005 482
2006 459
2007 429
2008 456
2009 366
2010 334
2011 398
2012 429
2013 490
2014 405
2015 409