Ferill 410. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 572  —  410. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um útgáfu vegabréfa í sendiráðum Íslands.

Frá Birgittu Jónsdóttur.


     1.      Hvaða sendiskrifstofur Íslands erlendis hafa aðstöðu til að taka við umsóknum um vegabréf?
     2.      Á íslenska ríkið færanlegan búnað til að gefa út vegabréf erlendis? Ef svo er, til hvaða sendiskrifstofa hefur búnaðurinn verið fluttur, hve lengi hefur hann verið á hverjum stað og hvað ræður flutningi búnaðarins milli staða?
     3.      Hefur ráðuneytið upplýsingar um hve margir Íslendingar eru í útlöndum án gilds vegabréfs?


Skriflegt svar óskast.