Ferill 287. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 603  —  287. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Katrínu Jakobsdóttur
um útgjöld vegna sérfræði-, ráðgjafar- og kynningarstarfa.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu miklu fé hefur verið varið til kaupa á sérfræði-, ráðgjafar- og kynningarstörfum fyrir velferðarráðuneytið á vegum heilbrigðisráðherra frá upphafi árs 2014? Hverjir hafa fengið greiðslur af þessum ástæðum og fyrir hvaða verkefni?

    Kostnaður vegna kaupa á sérfræði-, ráðgjafar- og kynningarþjónustu fyrir velferðarráðuneytið á vegum heilbrigðisráðherra frá upphafi árs 2014 til og með 31. október 2015 samkvæmt túlkun ráðuneytisins er að fjárhæð 77.970.633 kr. Að auki er sameiginlegur kostnaður heilbrigðisráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra á tímabilinu að fjárhæð 1.779.914 kr. sem fellur undir velferðarráðuneytið.
    Eftirtaldir aðilar unnu tilgreind verkefni fyrir ráðuneytið á tímabilinu:

Nafn Verkefni Fjárhæð
BBA Legal ehf. Yfirtaka á rekstri Sunnuhlíðar 706.975
BBA Legal ehf. Sáttanefnd vegna Sóltúns 728.000
Björn Matthíasson Þýðingar 56.408
Bonafide-lögmenn/ráðgjöf sf. Uppgjör bóta vegna sýkingar af lifrarbólgu C 633.776
Bryndís Björk Ásgeirsdóttir Mótun stefnu í áfengis- og vímuefnamálum 400.000
Drífa Pálína Geirsdóttir Stefnumótun í öldrunarmálum 1.200.000
Embætti landlæknis Stefnumótun til að bæta lýðheilsu 3.000.000
Expectus ehf. Stefnumótun í öldrunarmálum 2.520.070
Eyvindur G. Gunnars. sf. Seta í sáttanefnd vegna hjúkrunarheimilisins Sóltúns 250.000
Geir Gunnlaugsson Sérnám lækna 2.300.000
Gekon ehf. Vinna við verkefnið „Betri heilbrigðisþjónusta“* 1.492.000
GI rannsóknir ehf. Viðhorfskönnun um þjónustu og traust til heilbrigðisstofnana 693.750
GP ráðgjöf slf. Vinna og ráðgjöf vegna sameiningar heilbrigðisstofnana 3.850.300
GRO ehf. Vinna og ráðgjöf vegna verkefnis sameiginlegrar símsvörunar 2.640.000
Hanna K. Friðriksson Vinna við verkefnið „Betri heilbrigðisþjónusta“* 562.500
Heimilislæknastöðin Inflúensubólusetningar 419.879
Hermann Bjarnason Kortlagning öldrunarrýma 2013–2030 270.000
Uppfærsla á öldrunarlíkani 342.000
Fjárlagagerð öldrunarmála 665.000
HLH ehf. Samningar um sjúkraflutninga 1.489.900
Hrefna Friðriksdóttir Frumvarp um staðgöngumæðrun** 1.111.000
Intellecta ehf. Ráðgjöf og vinna vegna sameininga heilbrigðisstofnana 1.064.970
Íslenska skipafélagið Verkefnastjóri verkefnisins „Betri heilbrigðisþjónusta“* 14.785.000
Katrín Gunnarsdóttir Vinna við gerð fjármögnunarlíkans fyrir heilsugæslu 1.636.100
Kristrún Heimisdóttir Frumvarp um staðgöngumæðrun** 2.354.000
Kulygin ehf. Vinna við verkefnið „Betri heilbrigðisþjónusta“* 633.000
Landspítali Vinna sérfræðings á hagdeild Landspítala v/kröfulýsingar 4.119.075
Málsefni ehf. Frumvarp um staðgöngumæðrun 2.078.125
Mentor Insitituttet Ráðgjöf og vinna vegna verkefnisins „Vegvísir í heilbrigðiskerfinu“ 6.943.934
Optimus ehf. Mótun stefnu í áfengis- og vímuefnamálum 1.000.000
Ráðabót ehf. Úttekt á þjónustu hjúkrunarheimila 673.775
Ríkiskaup Útboð 246.026
Sigurður Kristinsson Frumvarp um staðgöngumæðrun** 808.500
Sjúkratryggingar Íslands Upplýsingavinnsla fyrir nefnd PHB v/greiðsluþátttöku sjúkratryggðra 3.992.000
Stefán Þórarinsson Vinna og ráðgjöf vegna sameiningar heilbrigðisstofnana 2.323.000
Substantia ehf. Ráðgjöf vegna kröfulýsingar og fjármögnunarlíkans 3.562.500
Sveinn Björnsson Vinna við kortlagningu verkþátta öldrunarþjónustu 300.300
Vinna og skoðun kröfulýsingar fyrir heilsugæslustöðvar 171.000
Valalla sf. Rekstrarráðgjöf vegna heilbrigðisstofnana á Vestfjörðum og í Vestmannaeyjum 2.277.030
Yates þýðingar slf. Þýðingar 568.160
Ýr & Ólafsson ehf. Vinna vegna viðhorfskönnunar 960.000
Þorgrímur Þráinsson Stefnumótun til að bæta lýðheilsu 400.000
Þula – Norrænt hugvit ehf. Ráðgjöf vegna sameiningar heilbrigðisstofnana: úttekt á tölvumálum 1.400.000
Þýðingastofa JC ehf. Þýðingar 342.580

*     Betri heilbrigðisþjónusta samanstendur af nokkrum verkefnum sem miða að því að bæta heilbrigðisþjónustu, koma á betra starfsumhverfi og nýta fjármuni betur. Verkefnin sem unnið er að eru nýtt fjármögnunarlíkan fyrir heilsugæslu, gerð kröfulýsingar fyrir þjónustu heilsugæslustöðva, endurskoðun á greiðsluþátttöku einstaklinga í heilbrigðiskerfinu, sameiginleg símaráðgjöf og gagnvirk vefsíða í heilbrigðisþjónustunni og sameining heilbrigðisstofnana, sem nú er lokið.
**     Starfshópur um undirbúning frumvarps til laga um staðgöngumæðrun hóf störf haustið 2012 en fékk greitt árið 2014.

    Eftirtaldir aðilar unnu tilgreind verkefni á tímabilinu sem fellur undir sameiginlegan kostnað velferðarráðuneytisins:

Nafn Verkefni Fjárhæð
Attentus – Mannauður og ráðgjöf ehf. Undirbúningur jafnlaunastaðals 400.596
Capacent ehf. Upplýsingaveita VEL 690.000
Guðný Kristín Finnsdóttir Gæðahandbók VEL 117.000
LOGICA sf. Svar til umboðsmanns Alþingis 132.000
STRÁ, Starfsráðningar ehf. Ráðningar 440.318