Ferill 378. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 644  —  378. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Katrínu Jakobsdóttur um
sundurliðaðan kostnað við sérfræði-, ráðgjafar- og kynningarstörf.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvernig sundurliðast greiðslur til þeirra sem tilgreindir eru í svari á þingskjali 485? Óskað er eftir að fram komi upphæð sem greidd var hverjum aðila, upphæð virðisaukaskatts og tilefni greiðslu.

    Tilfallinn kostnaður vegna kaupa eða milligöngu ráðuneytisins um kaup á sérfræði-, ráðgjafar- og kynningarstörfum nam 109.557.221 kr. á árinu 2014 og 128.051.929 kr. fram til loka októbermánaðar árið 2015, samtals 237.609.150 kr.
    Innheimtur virðisaukaskattur af eftirtöldum þjónustukaupum var endurgreiddur, sbr. ákvæði í III. kafla reglugerðar nr. 248/1990, um virðisaukaskatt af skattskyldri starfsemi opinberra aðila. Þar segir að endurgreiða skuli sveitarfélögum og ríkisstofnunum virðisaukaskatt sem þau greiða við kaup á tilteknum aðföngum, þar á meðal sérfræðiþjónustu. Reglurnar miða að því að virðisaukaskattur hafi ekki áhrif á val þeirra sem stunda starfsemi sem fellur utan skattskyldusviðs virðisaukaskatts um það hvort þeir kaupa þjónustu eða inna hana sjálfir af hendi. Ákvæðum laganna og reglugerðarinnar er þannig ætlað að tryggja að reglur um virðisaukaskatt leiði ekki til röskunar á samkeppni á markaði.
    Eftirtaldir aðilar unnu tilgreind verkefni á tímabilinu:

Þjónustuaðili Skýring

Upphæð, kr.

Admon ehf. a) Ráðgjöf og vinna við rafræn skilríki 4.545.027
b) Ráðgjöf um rafræna reikninga 774.139
ADVEL lögmenn slf. a) Ráðgjöf um lagaumhverfi ríkisstofnana 998.400
b) Ráðgjöf um dómsmáls vegna kjarasamninga 137.573
Analytica ehf. a) Ráðgjöf um lánaumsýslu ríkissjóðs 2.310.279
b) Ráðgjöf um lífeyrismál 2.062.677
Anne Cecilia Benassi Þýðingar 1.177.945
Attentus – Mannauður og ráðgjöf ehf. Innri starfsemi, innleiðing jafnlaunastaðals 416.724
Axel Hall Ráðgjöf vegna lagabreytinga, lög um opinber fjármál 120.000
Ágústa Þorbergsdóttir Þýðingar 54.000
Áhættustýring ehf. Ráðgjöf um lífeyrismál 1.620.000
Björn Matthíasson Þýðingar 100.384
Brian Patrick Fitzgibbon Þýðingar 527.530
Burson-Marsteller Ráðgjöf og kynningarþjónusta á alþjóðlegum vettvangi 49.945.383
Calco ehf. Vegna uppgjörs föllnu bankanna 5.102.739
Capacent ehf. a) Greining upplýsingakerfa og nytjaleyfa 7.274.642
b) Innri starfsemi, starfsmanna- og ráðningarþjónusta 8.976.540
c) Ráðgjöf um eignamál ríkissjóðs 367.300
d) Ráðgjöf um mannauðsmál ríkisins 4.519.436
e) Ráðgjöf um opinber innkaup 817.191
Dóra Guðmundsdóttir Vegna málflutnings fyrir EFTA-dómstólnum 1.081.500
Expectus ehf. Ráðgjöf vegna lagabreytinga, lög um póstþjónustu 997.601
Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands Mat á erlendum áhrifum bankahrunsins 7.500.000
Fylki ráðgjöf ehf. Vinna fyrir gerðardóm BHM og Fíh 345.000
G&T ehf. a) Ráðgjöf um fjárhagsleg samskipti við sveitarfélög 90.000
b) Ráðgjöf vegna lagabreytinga, lög um Seðlabanka Íslands 126.485
Grafík – Hönnun og framleiðsla ehf. Vinna fyrir samstarfsnefnd um launaupplýsingar og efnahagsforsendur 585.400
Grétar Guðmundsson Vinna við útgáfu kjarasamninga 8.400.510
GSP samskipti ehf. Ráðgjöf og vinna við rafræn skilríki 650.000
Háskóli Íslands Vegna eflingar nýsköpunar í opinberum rekstri 1.090.000
ICEPRO, nefnd um rafræn viðskipti Skýrsla um rafræn samskipti, landsumgjörð og samvirkni 970.000
Ímyndunarafl ehf. Hönnun sniðmáta 386.080
J&L ehf. Vinna við kynningu á fjárlagafrumvarpi 609.663
Jóhannes Bjarni Sigtryggsson Vinna við kynningu á fjárlagafrumvarpi 247.500
Jón Skaptason ehf. Þýðingar 533.130
JS lögmannsstofa ehf. Vegna uppgjörs föllnu bankanna 75.250
Juris slf. a) Vegna málflutnings fyrir EFTA-dómstólnum 11.355.194
b) Vegna þjóðlendumála 52.833.337
KPMG ehf. a) Álitsgerð um auðlindamál 785.275
b) Ráðgjöf vegna laga- og reglugerðabreytinga, lög um virðisaukaskatt 1.550.000
Lagastoð lögfræðiþjónusta ehf. Ráðgjöf vegna laga- og reglugerðabreytinga, lög um virðisaukaskatt 148.622
Landslög slf. Álitsgerð um auðlindamál 416.520
Ráðgjöf um eignamál ríkissjóðs 293.700
Ráðgjöf um rafræn skilríki 53.400
Vegna málflutnings fyrir EFTA-dómstólnum 2.560.689
Vegna uppgjörs föllnu bankanna 4.035.064
Vegna þjóðlendumála 2.726.072
LEX ehf. Vegna rafrænna skilríkja 51.800
Vinna fyrir endurkröfunefnd 1.210.275
Lögmenn Lækjargötu ehf. Álitsgerð um auðlindamál 660.000
Nordebt slf. Vinna við dómsmál vegna kjarasamninga 342.380
Oddur Sigurður Jakobsson Vinna við dómsmál vegna kjarasamninga 487.050
Opis ráðgjöf ehf. Ráðgjöf vegna lagabreytinga, lög um Seðlabanka Íslands 2.772.000
Páll Hermannsson Þýðingar 270.543
Ráðum ehf. Innri starfsemi, starfsmanna- og ráðningarþjónusta 150.877
Ríkiskaup Ráðgjöf um útboðsmál 1.867.542
Scriptorium ehf. Þýðingar 1.196.399
Snævarr slf. a) Ráðgjöf um lífeyrismál 1.537.000
b) Vinna fyrir samstarfsnefnd um launaupplýsingar og efnahagsforsendur 5.637.544
Staðarhóll ráðgjöf slf. Ráðgjöf um eignamál ríkissjóðs 212.500
Strategía ehf. Ráðgjöf um innri starfsemi 1.735.500
STRÁ, Starfsráðningar ehf. Innri starfsemi, starfsmanna- og ráðningarþjónusta 348.294
Taurus slf. a) Ráðgjöf um lífeyrismál 1.357.000
b) Ráðgjöf um fjárhagsleg samskipti ríkissjóðs og Seðlabanka Íslands 600.000
Tectonic Invest ehf. Ráðgjöf og vinna við rafræn skilríki 1.219.200
Tryggingastærðfræðistofa BG ehf. Ráðgjöf vegna jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða 240.000
VERT ehf. Ráðgjöf og vinna við rafræn skilríki 6.754.891
VSI öryggishönnun og ráðgjöf ehf. Ráðgjöf um öryggismál 239.249
Vöxtur – Mannauðsráðgjöf ehf. Ráðgjöf um mannauðsmál ríkisins 15.185.497
Þráinn Eggertsson Ráðgjöf vegna lagabreytinga, lög um Seðlabanka Íslands 462.000
Þýðingarmiðstöð utanríkisráðuneytis Þýðingar 777.708
Samtals 237.609.150