Ferill 91. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 649  —  91. mál.

3. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands o.fl. (skipulag).

Frá minni hluta utanríkismálanefndar (ÖS, SÞÁ, ÓP).


     1.      B-liður 3. gr. orðist svo: Hver þingflokkur sem á sæti á Alþingi skal tilnefna einn fulltrúa.
     2.      2. mgr. 4. gr. orðist svo:
                      Forstöðumaður Þróunarsamvinnustofnunar Íslands skal sitja fundi nefndarinnar.
     3.      Á eftir 6. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                      Við lögin bætist ný grein, 6. gr. a, sem orðast svo ásamt fyrirsögn:

Þróunarsamvinnustofnun Íslands.

                      Þróunarsamvinnustofnun Íslands er ráðuneytisstofnun sem starfrækt er sem hluti ráðuneytisins.
                      Þróunarsamvinnustofnun annast tvíhliða þróunarsamvinnu Íslands í umboði ráðherra í samræmi við stefnu stjórnvalda um alþjóðlega þróunarsamvinnu, sbr. 5. gr., og samkvæmt nánari ákvörðun ráðuneytisins.
                      Ráðherra skipar forstöðumann Þróunarsamvinnustofnunar og setur honum erindisbréf. Forstöðumaður telst embættismaður í skilningi laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, undir yfirstjórn ráðuneytisstjóra. Forstöðumaður skal hafa lokið háskólaprófi og búa yfir þekkingu á verksviði stofnunarinnar. Hann skal taka þátt í starfi ráðuneytisins um alþjóðlega þróunarsamvinnu eftir því sem ráðherra ákveður. Forstöðumaður ber ábyrgð á daglegri framkvæmd og rekstri stofnunarinnar. Forstöðumaður ræður annað starfsfólk stofnunarinnar.
                      Starfsmenn Þróunarsamvinnustofnunar Íslands skulu undanþegnir ákvæði 1. mgr. 10. gr. laga nr. 39/1971, um utanríkisþjónustu Íslands.
     4.      Í stað orðanna „Það getur“ í b-lið 7. gr. komi: Þróunarsamvinnustofnun Íslands getur.
     5.      Efnismálsgrein 10. gr. orðist svo:
                      Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari fyrirmæli um framkvæmd laga þessara, þar á meðal reglur um framkvæmd þróunarsamvinnu Íslands, hlutverk og starfsemi Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, hlutverk og starfsemi þróunarsamvinnunefndar og það hlutverk sem umdæmisskrifstofur Þróunarsamvinnustofnunar gegna við framkvæmd þróunarsamvinnu.
     6.      Við 11. gr.
                  a.      A-liður (ákvæði til bráðabirgða I) orðist svo:
                      Þrátt fyrir ákvæði laga þessara skal Þróunarsamvinnustofnun Íslands starfa áfram í núverandi mynd til 1. janúar 2016, en verður að ráðuneytisstofnun frá og með þeim degi.
                  b.      Í stað orðanna „er lögð niður“ í 3. málsl. b-liðar kemur: er gerð að ráðuneytisstofnun.
                  c.      Við 1. málsl. c-liðar bætist: í núverandi mynd.
     7.      14. gr. falli brott.