Ferill 452. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 672  —  452. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um kostnað heilbrigðiskerfisins af umferðarslysum.

Frá Vilhjálmi Árnasyni.


     1.      Hversu mörg sjúkrarúm eru árlega í notkun í heilbrigðiskerfinu vegna afleiðinga umferðarslysa og hvert er hlutfallið af heildarfjölda rúma?
     2.      Hvernig er hlutfallsleg skipting sjúklinga á spítölum eftir
                  a.      afleiðingum umferðarslysa,
                  b.      afleiðingum annarra slysa,
                  c.      helstu sjúkdómum,
                  d.      öðrum ástæðum?
     3.      Hve margir eru að jafnaði á endurhæfingardeildum vegna umferðarslysa og hvert er hlutfall þeirra af heildarfjölda á endurhæfingardeildum?
     4.      Hve margir fara árlega á örorkubætur vegna umferðarslysa og hvert er hlutfallið af heildarfjölda þeirra sem fara á örorkubætur?
     5.      Hvað kosta umferðarslys heilbrigðiskerfið árlega?
     6.      Hvað kostar hvert banaslys og alvarlegt slys heilbrigðiskerfið?


Skriflegt svar óskast.