Ferill 373. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 679  —  373. mál.

3. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum
um skatta og gjöld (ýmsar breytingar).

Frá Frosta Sigurjónssyni.


     1.      Við bætist einn nýr kafli, XII. kafli, Breyting á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, með einni nýrri grein, 34. gr., svohljóðandi:
             Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
             Heimilt er að fella niður virðisaukaskatt við innflutning á lyfjum sem gefin eru ríkinu eða stofnunum þess til nota við meðferð sjúklinga á heilbrigðisstofnunum. Skilyrði undanþágu samkvæmt ákvæði þessu eru eftirfarandi:
                  a.      að fyrir liggi skrifleg yfirlýsing gefanda, og eftir atvikum innflytjanda, um gjöfina og af henni megi ráða að lyfin verði afhent án endurgjalds,
                  b.      að fyrir liggi skrifleg staðfesting gjafþega á því að um gjöf sé að ræða sem afhent verði án endurgjalds og að lyfin verði notuð við meðferð sjúklinga á heilbrigðisstofnunum.
             Ráðherra er heimilt með reglugerð að kveða nánar á um framkvæmd og skilyrði undanþágunnar.
             Ákvæði þetta gildir til og með 31. desember 2018.
     2.      Við 34. gr. (er verði 35. gr.) bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
             Ákvæði 34. gr. öðlast þegar gildi.

Greinargerð.

    Með lyfjum í skilningi ákvæðisins er átt við lyf sem falla undir skilgreiningu 2. tölul. 1. mgr. 5. gr. lyfjalaga, nr. 93/1994. Með heilbrigðisstofnun í skilningi ákvæðisins er átt við heilbrigðisstofnun samkvæmt skilgreiningu 1. tölul. 4. gr. laga nr. 40/2007, um heilbrigðisþjónustu.