Ferill 336. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 713  —  336. mál.




Svar


innanríkisráðherra við fyrirspurn frá Katrínu Júlíusdóttur um rannsóknir,
ákærur og dóma vegna kynferðisbrota gegn fötluðu fólki.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hversu mörg mál hafa komið inn á borð lögreglu vegna kynferðisbrota gegn fötluðu fólki?
     2.      Í hversu mörgum slíkum málum hefur verið ákært og mál farið fyrir dóm og í hve mörgum þeirra hefur verið sakfellt og í hve mörgum sýknað?
     Svarið óskast sundurliðað eftir árum á árabilinu 1970–2015 og kynferði.

    Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra liggur umbeðin tölfræði ekki fyrir þar sem í málaskrá lögreglu er ekki haldið sérstaklega utan um kærð kynferðisbrot gegn fötluðu fólki.
    Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissaksóknara kemur fram að samkvæmt beiðni embættisins hefur skráningum í málaskrá lögreglu verið breytt á þann veg að nú verður unnt að halda utan um kærð nauðgunarbrot gegn fötluðu fólki sem á við alvarlega geðsjúkdóma eða aðra andlega fötlun að glíma, sbr. 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga. Skráningar með þessum hætti voru teknar upp 2. desember 2015.
    Svar við síðari lið fyrirspurnarinnar er sömuleiðis að samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissaksóknara liggur umbeðin tölfræði ekki fyrir. Vísast að öðru leyti til svars við fyrri lið fyrirspurnarinnar.