Ferill 393. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 736  —  393. mál.




Svar


innanríkisráðherra við fyrirspurn frá Þorsteini Sæmundssyni
um tilvik sem tengjast starfsemi kampavínsklúbba.


    Í tilefni af fyrirspurninni óskaði ráðuneytið eftir umsögn embættis ríkislögreglustjóra. Í umsögninni sem dagsett er 18. desember 2015 kemur fram að öll tilvik af þessu tagi eru bundin umdæmi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Til að svara fyrirspurninni vísast því að öðru leyti til umsagnar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sbr. fylgiskjal. Í umsögn embættisins segir að ekki komi fram í fyrirspurninni skilgreining á kampavínsklúbbum en miðað sé við þá staði sem bjóða upp á súludans og/eða félagsskap fáklæddra starfsmanna gegn kaupum á kampavíni.

     1.      Hversu mörg tilvik, sem tengjast starfsemi svokallaðra kampavínsklúbba, hafa verið skráð í dagbók lögreglu árin 2011–2015?
    Samkvæmt upplýsingum frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu hafa 197 atvik verið skráð í dagbók lögreglu frá 1. janúar 2011 til 8. desember 2015, sbr. töflu 1 í fylgiskjali.

     2.      Hversu mörg tilvik, sem tengjast starfsemi svokallaðra kampavínsklúbba, hafa verið skráð í málaskrá lögreglu árin 2011–2015?
    Samkvæmt upplýsingum frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu hefur 61 brot verið skráð í málaskrá lögreglu frá 1. janúar 2011 til 8. desember 2015, sbr. töflu 1 í fylgiskjali.

     3.      Hafa einhver þessara tilvika leitt til rannsóknar lögreglu? Ef svo er, hverjar hafa lyktir rannsókna orðið?
    Svar við þessum lið fyrirspurnarinnar er að finna í töflu 2 í umsögn lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sjá fylgiskjal.

     4.      Hvers eðlis eru umrædd tilvik?
    Um þessi atriði vísast til töflu 3 í umsögn lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sjá fylgiskjal.

Fylgiskjal.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu,
Upplýsinga- og áætlanadeild:


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.