Ferill 490. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 781  —  490. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um úthlutun listamannalauna.

Frá Haraldi Einarssyni.


     1.      Telur ráðherra að úthlutun listamannalauna standist stjórnsýslulög þar sem stjórn fagfélags velur í úthlutunarnefnd sem deilir út styrkjum til stjórnarmanna?
     2.      Telur ráðherra að skilgreina þurfi betur hvernig styrkir eru hugsaðir og hvort ekki sé ráðlegt að styrkir beinist til ákveðinna verkefna frekar en einstaklinga?
     3.      Telur ráðherra hugsanlegt að tekjutengja listamannalaun?
     4.      Telur ráðherra að hámarka ætti heildargreiðslur til þeirra sem þiggja listamannalaun, eða ákvarða hámarksmánaðafjölda?
     5.      Hyggst ráðherra gera breytingar á reglum um úthlutun launa til listamanna til þess að reyna að skapa sátt um þessar úthlutanir?
     6.      Hefur ráðherra áætlun um að styrkja frekar unga og nýja listamenn?


Skriflegt svar óskast.