Ferill 503. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Prentað upp.

Þingskjal 800  —  503. mál.
Leiðréttur texti.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um sáttamiðlun í sakamálum.

Frá Helga Hrafni Gunnarssyni.


     1.      Hefur ráðherra kannað möguleika þess að koma upp formlegu sáttamiðlunarferli í sakamálum eins og gert hefur verið í nágrannalöndum okkar, m.a. Noregi og Danmörku?
     2.      Hefur ráðherra kynnt sér reynslu af tilraunaverkefni um sáttamiðlun í sakamálum sem stóð yfir hér á landi á árunum 2006 og 2007? Ef svo er, hvernig metur ráðherra reynsluna af því verkefni?
     3.      Hefur ráðherra kynnt sér reynslu af sáttamiðlun, með tilliti til annars vegar bata eða bótar á tjóni brotaþola og hins vegar betrunar geranda?
     4.      Telur ráðherra að sáttamiðlun í sakamálum geti aukið skilvirkni og hagræði í réttarkerfinu?