Ferill 520. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 825  —  520. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um Húsavíkurflugvöll.

Frá Kristjáni L. Möller.


     1.      Hvers vegna á að mjókka flugvöllinn á Húsavík úr 45 m í 30 m og hvað sparast við það?
     2.      Hver er kostnaðurinn við slíka aðgerð ef af verður og hvernig skiptist hann?
     3.      Hvers vegna eru aðflugsvitinn og fjarlægðarmælirinn í flugturninum ekki tengdir og teknir í notkun?
     4.      Í hvað á að nota þær 150 millj. kr. sem ráðstafað er í Húsavíkurflugvöll á þessu ári?