Ferill 522. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 827  —  522. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðar- og viðskiptaráðherra um kennitöluflakk.

Frá Brynhildi Pétursdóttur.


     1.      Hvað hefur ríkisstjórnin gert til að vinna gegn kennitöluflakki eins og kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum? Hvaða tillögur hafa verið settar fram í þessu sambandi, hvaða nefndir og vinnuhópar hafa verið skipaðir, hver er skilafrestur þeirra á verkefnum?
     2.      Hefur ráðherra haft forgöngu um að setja á fót samstarfsvettvang atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis og innanríkisráðuneytis sem hefur það hlutverk að leggja til leiðir til að sporna við kennitöluflakki eins og ákveðið var á ríkisstjórnarfundi 4. september 2013? Hvenær ber hópnum að skila ríkisstjórninni tillögum?


Skriflegt svar óskast.