Ferill 535. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 851  —  535. mál.




Fyrirspurn



til umhverfis- og auðlindaráðherra um ábendingar um breytingar á starfsreglum
verkefnisstjórnar verndar- og orkunýtingaráætlunar.

Frá Svandísi Svavarsdóttur.


     1.      Frá hverjum bárust ábendingar um breytingar á starfsreglum verkefnisstjórnar verndar- og orkunýtingaráætlunar sem á vefsíðu ráðuneytisins eru sagðar hafa leitt til þess að ákveðið hefur verið að leggja til breytingar á reglunum?
     2.      Hafði ráðherra frumkvæði að því að ábendingarnar væru gerðar og ef svo er, við hverja var haft samband og hvernig?
     3.      Hvenær og hvernig bárust umræddar ábendingar? Eru til skrifleg og rafræn gögn um þær og feril þeirra í ráðuneytinu og hvaða gögn eru það, hver er sendandi þeirra og hver viðtakandi? Er verkefnisstjórn meðal þeirra sem fengu ábendingarnar eða var gert viðvart um þær?


Skriflegt svar óskast.