Ferill 538. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 854  —  538. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um sameiningu heilbrigðisstofnana.

Frá Elsu Láru Arnardóttur.


     1.      Hver er sparnaðurinn af sameiningu eftirtalinna heilbrigðisstofnana, bæði samtals og sundurliðaður eftir stofnunum:
                  a.      Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, þ.e. á Akranesi, í Borgarnesi, Ólafsvík, Grundarfirði, Stykkishólmi, á Hólmavík og Hvammstanga,
                  b.      Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, þ.e. á Patreksfirði og Ísafirði,
                  c.      Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, þ.e. á Blönduósi og Sauðárkróki?
     2.      Hefur rekstrargrundvöllur þessara heilbrigðisstofnana verið styrktur frá sameiningu og hvernig sundurliðast það þá eftir fyrrgreindum stofnunum?


Skriflegt svar óskast.