Ferill 542. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 859  —  542. mál.




Fyrirspurn


til innanríkisráðherra um flugvöllinn á Höfn í Hornafirði.

Frá Haraldi Einarssyni.


     1.      Hvers vegna á að mjókka flugvöllinn á Höfn í Hornafirði úr 45 m í 30 m og hvað sparast við það?
     2.      Hafa áhrif þessarar framkvæmdar á flugöryggi verið metin?
     3.      Hver er áætlaður kostnaður við framkvæmdina og hvernig skiptist hann?
     4.      Hefur verið áætlaður kostnaður við að setja bundið slitlag út að núverandi flugbrautarljósum þannig að 45 m breidd flugbrautarinnar haldi sér?
     5.      Hefur verið gerð kostnaðaráætlun fyrir uppsetningu á betri aðflugsbúnaði (ILS) fyrir flugbraut 36 í stað núverandi aðflugsbúnaðar (NDB) til að lækka aðflugslágmarkið?


Skriflegt svar óskast.