Ferill 595. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 972  —  595. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um aðgerðir gegn matarsóun.

Frá Brynhildi Pétursdóttur.


     1.      Hefur innan ráðuneytisins verið brugðist við ábendingum Samkeppniseftirlitsins, sem fram koma í kafla 5.3 í skýrslu stofnunarinnar Leiðbeining um samkeppni á dagvörumarkaði, frá mars 2015, um leiðir til að draga úr matarsóun sem hlýst af einhliða skilarétti dagvöruverslana á matvörum gagnvart birgjum?
     2.      Liggur fyrir hversu mikið af matvælum er hent vegna þessa einhliða skilaréttar?
     3.      Hefur ráðherra látið framkvæma mat á því hvort lög sambærileg þeim sem nýlega voru samþykkt í Frakklandi, sem leggja bann við því að matvöruverslanir yfir ákveðinni stærð hendi mat, mundu gagnast hér á landi til að sporna gegn matarsóun? Mun ráðherra beita sér fyrir slíkri lagasetningu?


Skriflegt svar óskast.