Ferill 596. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 974  —  596. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um lífeyrisskuldbindingar ríkis og sveitarfélaga.

Frá Líneik Önnu Sævarsdóttur


     1.      Hversu há er ógreidd heildarskuldbinding ríkisins annars vegar og sveitarfélaga hins vegar vegna framreiknaðra réttinda í A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins?
     2.      Hversu há er ógreidd heildarskuldbinding ríkisins annars vegar og sveitarfélaga hins vegar vegna framreiknaðra réttinda í öðrum opinberum lífeyrissjóðum, þ.e. B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, lífeyrisdeild alþingismanna, lífeyrisdeild ráðherra, Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga og lífeyrissjóða sveitarfélaga?
     3.      Hversu háar eru áætlaðar árlegar greiðslur ríkisins annars vegar og sveitarfélaga hins vegar til opinberra lífeyrissjóða árin 2015–2071 vegna annars vegar hækkunar lífeyris samfara hækkun launa og hins vegar ábyrgðar launagreiðenda á greiðslum sjóðanna?
     4.      Hefur ráðuneytið gripið til ráðstafana til að mæta fyrrgreindum skuldbindingum og er ráðuneytinu kunnugt um að sveitarfélög hafi gert áætlanir til að mæta skuldbindingum sínum?


Skriflegt svar óskast.