Ferill 624. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1038  —  624. mál.




Fyrirspurn


til um­hverfis- og auðlindaráðherra um útblástur frá flugvélum.

Frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur.


     1.      Hvert er að meðaltali magn útblásturs gróðurhúsaloftteg­unda frá flugvélum sem skráðar eru hérlendis og notaðar í millilandaflug á hvern floginn kílómetra?
     2.      Er munur á útblæstri þeirra flugvéla sem íslensk flugfélög nota í millilandaflugi hér á landi á gróðurhúsaloftteg­undum og ef svo er, hverju nemur hann?
     3.      Liggur fyrir hversu mikill útblástur gróðurhúsaloftteg­unda er á hverju ári af millilandaflugi opinberra starfsmanna og annarra sem ferðast á vegum ríkisins? Ef svo er óskast upplýsingar um það, ef ekki óskast upplýst hvort áformað er að taka upp slíkt bókhald.
     4.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir kolefnisjöfnun vegna útblásturs koltvísýrings sem stafar af flugferðum á vegum ríkisins? Ef svo er, með hvaða hætti yrði það gert?
     5.      Hver er heildarlosun gróðurhúsaloftteg­unda vegna flugvéla sem skráðar eru hér á landi og hvernig skiptist losunin á milli inn­an­lands­flugs og millilandaflugs?
     6.      Hversu stóran þátt eiga farþegaflugvélar sem skráðar eru á Íslandi í heildarlosun gróðurhúsaloftteg­unda frá íslenskri starfsemi og hvernig skiptist útblásturinn milli inn­an­lands­flugs og millilandaflugs?


Skriflegt svar óskast.