Ferill 630. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1050  —  630. mál.




Fyrirspurn


til innanríkisráðherra um eftirlit með rekstri Íslandspósts og póstþjónustu.

Frá Willum Þór Þórssyni.


     1.      Hefur Póst- og fjarskiptastofnun heimilað Íslandspósti ohf. tilteknar leiðréttingarfærslur á grundvelli alþjónustu, þ.e. að kostn­aður sé færður af samkeppnisrekstri bæði innan og utan alþjónustu yfir á einkaréttarlega starfsemi fyrirtækisins? Ef svo er, telur ráðherra að slíkar leiðréttingarfærslur samræmist kröfum sem gerðar eru í reglugerð nr. 313/2005 um bókhaldslega og fjárhagslega aðgreiningu í rekstri póstrekenda?
     2.      Hversu háar eru leiðréttingarfærslur Íslandspósts ohf. sem Póst- og fjarskiptastofnun hefur samþykkt frá árinu 2007? Óskað er eftir sundurliðun á milli ára og sundurliðun eftir einkarétti, samkeppnisrekstri innan alþjónustu og samkeppnisrekstri utan alþjónustu innan hvers árs.
     3.      Telur ráðherra að Íslandspósti ohf. sé heimilt að taka hluta afkomu mismunandi rekstrarþátta og dótturfélaga og birta sem eina samtölu eignarekstrar samkvæmt þeim lögum sem um starfsemi fyrirtækisins gilda eða ber fyrirtækinu að aðgreina reiknaðar tekjur mismunandi rekstrareininga og afkomu dótturfélaga í ársreikningum fyrirtækisins í samræmi við kröfur um bókhaldslegan aðskilnað, sbr. framangreinda reglugerð nr. 313/2005? Óskað er eftir sundurliðun eignarekstrar milli ára og sundurliðun eftir einkarétti, samkeppnisrekstri innan alþjónustu, annarri póstþjónustu og samkeppnisrekstri utan alþjónustu innan hvers árs frá árinu 2006.


Skriflegt svar óskast.