Ferill 555. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1074  —  555. mál.




Svar


um­hverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn frá Vigdísi Hauksdóttur
um embættismenn.


     1.      Hver er heildarfjöldi embættismanna sem starfa hjá ráðuneytinu og stofnunum þess?
    Heildarfjöldi embættismanna sem starfa hjá ráðuneytinu og stofnunum þess er nítján, þar af starfa fimm hjá ráðuneytinu og fjórtán hjá stofnunum þess.

     2.      Skipan hve margra þeirra rennur út á þessu ári og skipan hve margra á ári hverju 2017–2020?
    Skipunartími þriggja embættismanna rennur út á árinu 2016. Ein skipan rennur út á árinu 2017, fimm á árinu 2018, sex á árinu 2019, tvær á árinu 2020 og ein á árinu 2021.
    Einn embættismaður er ráðinn af stjórn viðkomandi stofnunar og er ekki með skilgreindan sérstakan skipunartíma.

     3.      Hve margir embættismenn eru á þessu ári 60–64 ára, 65–66 ára og 67–69 ára og hve margir verða 70 ára á næsta ári?
    Á þessu ári er aldursdreifing embættismanna eftirfarandi: Þrír embættismenn eru á aldrinum 60–64 ára, tveir embættismenn eru á aldrinum 65–66 ára og tveir embættismenn eru á aldrinum 67–69 ára. Enginn embættismaður verður 70 ára á næsta ári.

     4.      Hve margir embættismenn starfa sem skrifstofustjórar innan ráðuneytisins án mannaforráða?
    Enginn embættismaður starfar sem skrifstofustjóri innan ráðuneytisins án mannaforráða.