Ferill 552. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1120  —  552. mál.




Svar


innanríkisráðherra við fyrirspurn frá Vigdísi Hauksdóttur um embættismenn.


     1.      Hver er heildarfjöldi embættismanna, að undanskildum lögreglumönnum og fangavörðum, sem starfa hjá innanríkisráðuneytinu og stofnunum þess?
    Heildarfjöldi er 51. Hér eru dómarar ekki meðtaldir en þeir eru æviráðnir.

     2.      Skipan hve margra þeirra rennur út á þessu ári og skipan hve margra á ári hverju 2017–2020?
    Skipan tveggja embættismanna rennur út árið 2016, níu árið 2017, sex árið 2018, sex árið 2019 og níu árið 2020. Þrír embættismenn eru skipaðir ótímabundið, þ.e. ríkissaksóknari, vararíkissaksóknari og héraðssaksóknari.

     3.      Hve margir embættismenn eru á þessu ári 60–64 ára, 65–66 ára og 67–69 ára og hve margir verða 70 ára á næsta ári?
    Þrettán embættismenn verða 60–64 ára á þessu ári, þrír verða 65–66 ára og einn 67–69 ára. Enginn verður sjötugur á næsta ári.

     4.      Hve margir embættismenn starfa sem skrifstofustjórar innan ráðuneytisins án mannaforráða?
    Einn.