Ferill 691. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1129  —  691. mál.




Fyrirspurn


til um­hverfis- og auðlindaráðherra um tillögur að breytingum á byggingarreglugerð.

Frá Svandísi Svavarsdóttur.


     1.      Hefur farið fram kostnaðarmat á áhrifum tillagna um­hverfis- og auðlindaráðuneytisins að breytingum á byggingarreglugerð nr. 112/2012 sem fela í sér að dregið verði úr hönnunarkröfum húsnæðis til að tryggja aðgengi allra, og ef svo er, hvað felur það kostnaðarmat í sér?
     2.      Hvaða sjónarmið telur ráðherra að réttlætt geti tillögur um að útiloka hluta landsmanna frá aðgengi að íbúðarhúsnæði og hvernig telur ráðherra að þessi ákvörðun samræmist almennum mannréttinda- og jafnréttissjónarmiðum og ákvæðum samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sérstaklega?
     3.      Telur ráðherra að breytingartillögur ráðuneytisins varðandi byggingarreglugerð samræmist þeirri stefnu að aldraðir – sem sumir stríða við hreyfihömlun – búi sem lengst í heimahúsum?
     4.      Telur ráðherra að tillögur að breytingum samræmist gildandi lögum, þar á meðal stjórnarskrá, og alþjóðlegum skuldbindingum Íslands um réttindi fatlaðs fólks og hvernig rökstyður ráðherra álit sitt?


Skriflegt svar óskast.