Ferill 712. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1153  —  712. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um áhrif verkefnisins höfuðstólslækkun
fasteignalána á starfsemi ríkisskattstjóra.

Frá Svandísi Svavarsdóttur.


1.      Hversu margir starfsmenn ríkisskattstjóra störfuðu að verkefninu höfuðstólslækkun fasteignalána á meðan á því stóð og hver var heildarvinnustundafjöldi starfsliðs ríkisskattstjóra við verkefnið?
2.      Úr hvaða deildum ríkisskattstjóraembættisins komu starfsmennirnir sem unnu að fyrrgreindu verkefni, hversu margir komu úr hverri deild embættisins og hversu margir voru verkefnaráðnir?
3.      Hvaða áhrif hafði það á starfsemi ríkisskattstjóra í heild og á einstakar deildir að leggja til mannafla til verkefnisins?
4.      Hversu margir starfsmenn ríkisskattstjóra störfuðu að skattaeftirliti áður en verkefni um höfuðstólslækkun fasteignalána hófst hjá embættinu, hve margir störfuðu að skattaeftirliti meðan á verkefninu stóð og hve margir sinna slíkum störfum nú?
5.      Hvernig þróaðist fjöldi útsendra erinda frá ríkisskattstjóra vegna skattaeftirlits frá janúar 2013 til janúar 2016, skipt eftir mánuðum?


Skriflegt svar óskast.