Ferill 694. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1216  —  694. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Brynhildi Pétursdóttur um fundahöld.

     1.      Hversu margir hefðbundnir fundir voru haldnir í ráðuneytinu árin 2014 og 2015 með starfsmönnum undirstofnana þess sem eru á landsbyggðinni?
     2.      Hversu margir fjarfundir voru haldnir í ráðuneytinu umrædd ár með starfsmönnum stofnana þess sem eru úti á landi?
     3.      Hver var kostn­aður stofnana ráðuneytisins vegna ferða starfsmanna þess til og frá Reykjavík vegna funda í ráðuneytinu árin 2014 og 2015?

    Stofnanir sem heyra undir málefnasvið fjármála- og efnahagsráðuneytisins eru allar með aðsetur í Reykjavík.

     4.      Hefur starfsfólk ráðuneytisins fengið þjálfun í notkun á fjarfundabúnaði, bæði hvað varðar tæknilegu hliðina og fundarstjórn?
    Tiltækur tæknibúnaður í ráðuneytinu krefst ekki sérstakrar þjálfunar.

     5.      Telur ráðherra að unnt sé að auka skilvirkni og afköst í starfsemi ríkisins með notkun fjarfundabúnaðar og ef svo er, hvernig? Hefur ráðuneytið mótað og kynnt stefnu í þessu sambandi?
    Þegar aðstæður leyfa getur fjarfundabúnaður leitt til aukinnar skilvirkni og afkasta. Þó ekki séu til staðar mælingar má ætla að símafundir, sem þjóna sama tilgangi, séu algengari en áður var og hagnýting upplýsingatækni hefur dregið úr fundaþörf. Það á jafnt við um fundi innan lands og í erlendum samskiptum. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ekki mótað sérstaka stefna um notkun slíks búnaðar sem nær til starfsemi ríkisins. Á hinn bóginn er það almenn stefna ríkisins og skylda stjórnenda að gæta að hagkvæmni í starfsemi stofnana. Notkun fjarfundarbúnaðar getur auðveldað og aukið samskipti, dregið úr þeim tíma sem nýttur er til ferða og kostnaði við þær.