Ferill 702. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1227  —  702. mál.




Svar


fjármála- og efnahags­ráð­herra við fyrirspurn frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur um flutning verk­efna til sýslumannsembætta.


     1.      Hvernig miðar flutningi verk­efna frá ráðu­neytinu til sýslumannsembætta samkvæmt aðgerða­áætlun um flutning verkefna til embætta sýslumanna sem gerð var samkvæmt ákvæði til b­ráðabirgða I í lögum nr. 50/2014?
    Lög nr. 50/2014, um fram­kvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði, heyra undir innanríkis­ráð­herra sem jafnframt ber ábyrgð á framkvæmd aðgerða­áætlunar sem getið er í bráðabirgðaákvæði. Sambærilegri fyrirspurn var beint til innanríkisráðherra og er vísað til þess svars.

     2.      Telur ráð­herra unnt að flytja önnur verk­efni úr ráðu­neytinu til sýslumannsembætta en þau sem tiltekin eru í fyrrgreindri aðgerða­áætlun?
    Við undirbúning aðgerða­áætlunarinnar var kannað hvort verk­efnum væri sinnt innan ráðu­neytisins sem hagkvæmara væri að flytja til sýslumannsembætta. Innan ráðuneytisins og hjá stofnunum þess reyndust þá ekki vera verkefni sem uppfylltu slík skilyrði, en slíkt er ávallt háð endurmati falli slík verkefni til síðar.

     3.      Hvaða aðferðum er beitt við ákvörðun um að flytja verk­efni til sýslumannsembættis og hvað kemur einkum í veg fyrir flutning?
    Almennt er miðað við að verk­efnum sé sinnt með sem hagkvæmustum hætti, að sambærilegum verkefnum sé sinnt á sama stað til að auka þekkingaruppbyggingu og að þau sem leita til opinberra aðila þurfi ekki að fara á marga staði vegna sama máls.