Ferill 710. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1236  —  710. mál.




Svar


um­hverfis- og auðlinda­ráð­herra við fyrirspurn frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur um flutning verk­efna til sýslu­mannsembætta.


     1.      Hvernig miðar flutningi verk­efna frá ráðu­neytinu til sýslu­mannsembætta samkvæmt aðgerða­áætlun um flutning verk­efna til embætta sýslu­manna sem gerð var samkvæmt ákvæði til b­ráðabirgða I í lögum nr. 50/2014?
    Aðgerða­áætlun um flutning verk­efna til embætta sýslu­manna er í höndum innanríkis­ráðu­neytisins sem fer með umrætt málefnasvið. Aðgerða­áætlunin var unnin í samvinnu við önnur ráðu­neyti og þar á meðal um­hverfis- og auðlinda­ráðu­neytið hvað varðar málefnasvið þess. Niðurstaða um­hverfis- og auðlinda­ráðu­neytisins var sú að engin verk­efni ráðu­neytisins hentuðu starfsemi embætta sýslu­manna. Ráðuneytið óskaði einnig eftir því skriflega við stofnanir þess að þær könnuðu hvort fyrir hendi væru verk­efni sem stofnanir færu með sem hentuðu til flutnings. Engin af stofnunum ráðu­neytisins taldi að fyrir hendi væru verk­efni sem féllu vel að starfsemi sýslu­manna og hentuðu til flutnings.

     2.      Telur ráð­herra unnt að flytja önnur verk­efni úr ráðu­neytinu til sýslu­mannsembætta en þau sem tiltekin eru í fyrrgreindri aðgerða­áætlun?
    Að svo stöddu eru engin verk­efni talin henta til flutnings.

     3.      Hvaða aðferðum er beitt við ákvörðun um að flytja verk­efni til sýslu­mannsembættis og hvað kemur einkum í veg fyrir flutning?
    Ráðuneytið og stofnanir fóru yfir þau verk­efni sem þau hafa með höndum og hvort þau féllu vel eða betur að starfsemi sýslu­manna en starfsemi ráðu­neytisins eða viðkomandi stofnana. Al­mennt er um sérhæfð verk­efni að ræða sem eru á málefnasviði ráðu­neytisins og stofnana þess sem krefjast sérfræðiþekkingar og þóttu þau því ekki falla að starfsemi sýslu­manna.