Ferill 527. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1261  —  527. mál.




Svar


mennta- og menningar­mála­ráð­herra við fyrirspurn frá Ástu Guðrúnu Helgadóttur um íslenska náms­menn sem fá fjárhagsaðstoð frá norrænum stofnunum.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hversu margir íslenskir náms­menn hafa fengið fjárhagsaðstoð á árunum 2005–2015 frá eftirtöldum norrænum stofnunum:
     a.      Centrala studiestödsnämnden (CSN) í Svíþjóð,
     b.      Statens Uddannelsesstøtte (SU) í Danmörku,
     c.      Lånekassen í Noregi,
     d.      Folkpensionsanstalten (FPA) í Finnlandi?

    Þar sem ekki er haldið utan um umbeðnar upplýsingar hér á landi leitaði LÍN til systur­stofnana annars staðar á Norðurlöndum. Í töflunni eru upplýsingar sem fengnar voru frá lánasjóðum um fjölda íslenskra náms­manna sem þiggja stuðning til náms í þessum löndum.

Svíþjóð Danmörk* Noregur Finnland
2004/5 266 527 247 5
2005/6 233 588 234 6
2006/7 225 520 247 6
2007/8 226 577 242 5
2008/9 246 584 282 6
2009/10 257 792 326 4
2010/11 248 659 357 5
2011/12 240 909 432 6
2012/13 232 1.015 470 5
2013/14 231 1.084 535 5
2014/15 209 1.165 598 7
* Öll löndin nema Danmörk gefa upp tölur miðað við skólaár. Tölur í Danmörku gilda fyrir almanaksárið, þannig eru t.d. uppgefnar tölur 2004/5 heildar­tölur fyrir árið 2005.